Um CHCC

Child Health Community Center

 • Child health community centre (CHCC)
 • Kt. 590721-1070.
 • Suðurvangur 4
 • 220 Hafnarfjörður
 • Styrktarreikningur fyrir kaup á landi: 0133 – 15 – 1008
 • Netfang: chcciceland@gmail.com
Styrkja félagið

Saga CHCC á Íslandi

Linda Björg Magnúsdóttir kynntist Gabriel Olara í gegnum sameiginlega vinkonu, fyrrverandi framkvæmdastýru ABC á Íslandi, sem var starfandi í Úganda fyrir um 20 árum þegar Gabriel var nemandi þar sem barn.

Gabriel stofnaði samtökin Child Health Community Centre árið 2017, árið 2017. 2019 þurfti Gabríel svo að leggja starfsemi sína niður vegna skorts á fjármagni og styrktaraðilum. Margir misstu vinnu sína á þessum tíma. Von Gabriels var þó sterk, hann hafði farið í gegnum mikið mótlæti og erfiðleika og hafði sterka trú á að finna aðila sem gætu hjálpað til við að endurræsa samtökin.

Hann ákvað því að athuga með samstarf og styrk á Íslandi. Gabríel fór yfir aðstæður og erfiðleika sem hrjáðu börn og fórnarlömb LRA stríðsins. Hann hafði samband við fv. forstýru ABC á Íslandi og komst þannig í kynni við Lindu Björg. Linda sá að börnin sem Gabríel vildi hjálpa voru flest öll mjög kvalin, veik af malaríu og næringarskorti/vatnskorti.

Þessi börn gátu því ekki beðið. Ástríða Lindu fyrir að hjálpa yfirgefnum og munaðarlausum börnum varð sterkari og sterkari. Hún sá það að hjálpa þessum börnum strax væri nauðsynlegt og algert forgangsatriði. Úr varð samstarf Úganda (Gabríel) og Íslands (Linda) í gegnum CHCC samtökin.

Þá var hafist handa við að finna styrktarforeldra og sjálfboðaliða á Íslandi sem hefðu sömu ástríðu fyrir hjáparstarfi og þá fór boltinn að rúlla. Samtökin hafi vaxið og börnum fjölgar jafnt og þétt. Samtökin eru nú með yfir 130 börn á skrá.

Fyrsta barnið sem fékk styrk var drengur, sem var mjög illa haldinn þegar hann fannst. Hann var veikur af malaríu, með næringarskort og vatnsskort. Hann gat ekki staðið og var fastur í sitjandi stellingu, hann gat hvorki gengið né talað.

Markmiðið okkar var stórt, að hjálpa 100 börnum í hverjum mánuði. Við höfum náð því og gott betur. Við erum nú með yfir 130 börn á skrá og erum enn að vaxa.

Á Íslandi sjáum við ekki yfirgefin eða munaðarlaus börn á götunni betlandi fyrir mat eða vatnsopa, sem betur fer. En við getum lagt okkar að mörkum við að hjálpa þar sem neyðin er til staðar.

Við getum öll lagt okkar að mörkum til að styðja við börn sem eru yfirgefin og munaðarlaus, sofandi á moldargólfi í kofum, hálf fatalaus, börn sem deyja vegna næringarskorts, malaríu, óhreininda og mengun í vatni og jafnvel drukkna í lækjum  við að reyna að ná sér í vatn að drekka. Flestir sem kynna sér þessar aðstæður sem börnin lifa við, langar til að gefa börnunum betra líf, þar komum við inn og aðstoðum.

Um Gabriel Olara

Gabriel Olara var rænt af LRA þegar hann var aðeins 12 ára gamall, hann var þá í ABC skóla í Rackoko í norður Úganda. Hann og aðrir nemendur voru voru teknir og notaðir sem burðardýr.

Eftir 9 mánuði á valdi LRA sá hann tækifæri til að flýja og tók áhættuna, vitandi að það gæti kostað hann lífið. Á flóttan sínum hélt hann að hann myndi komast aftur heim til Kitgum, en kom í staðinn í þorp sem hann þekkti ekkert til og hafði aldrei komið í áður, í austur hluta Úganda.

Gabriel lenti því á götunni, þekkti engan, skyldi ekki tungumálið og hver dagur var barátta.  Kraftaverk átti sér stað, á meðan hann lifði á götunni fann hann kristna trú og gekk í gegnum heilunartímabili eftir allar þjáningarnar sem hann hafði upplifað. Hann fékk aðstoð kristniboða frá Ameríku og var styrktur til náms í rafmagnsfræði. Þá loks fann hann innri ró, vitandi að framtíð þekkingar væri örugg framtíð.

Áður en langt um leið, var hann spurður hvort hann væri til í snúa til baka á átakasvæðið og hjálpa fólki sínu þar. Í fyrstu var hann ekki til, vitandi um hættuna sem stafaði af því. Hann sá þó fljótlega að þetta væri hans köllun og flutti til baka á stríðssvæðið.

Gabriel sá um ráðgjöf og stuðning fyrir þá sem hafði verið rænt af LRA og þá fjölmörgu sem lifðu í ótta að verða rænt. Hættan á að vera tekinn var svo mikil að mörg börn ferðuðust frá þorpi til bæja, nótt eftir nótt, til þess að geta sofið þar sem ljós var og herinn verndaði: Norður Úganda fræga „nætur farþegar“.

Gabriel vann í búðum fyrir fatlað fólk, sem var um 90% fólksins. Því miður, var enginn menntun, enginn heilsugæsla og lélegt fæði þar sem LRA rændi ítrekað mat sem var verið að reyna að koma til fólksins. Á þessum tíma hvatti Gabriel fólk sitt áfram og var með ráðgjöf.

Þegar stríðið endaði tók Amnesty við fólki úr LRA sem kom úr felum til þess að búa á svæðinu. Áfallastreita(PTSD) var mjög mikil og skildi djúp sár og minningar um hryllinginn frá þessum tíma. Sorg og missir komu með miklum sársauka en fólk hélt áfram að lifa þrátt fyrir að hafa ekki fjölskyldu sína.

Kvíði lagðist á margar fjölskyldur um hvað hafði komið fyrir börnin þeirra, ekki vitandi hvort þau voru drepin þegar þeim var rænt, seld í þrældóm eða ennþá haldið gegn sínum vilja af foringja LRA, utan Úganda.

Í dag gengur fólk Gabríels í gegnum aðra baráttu á öðrum stað því fólk sem ólst upp í búðunum hafði enga menntun, flestir sem eru á aldrinum 20 til 30 ára geta hvorki lesið né skrifað. Að hefja nýtt líf, finna vinnu o.fl. er því mjög erfitt fyrir þetta fólk.

„After twenty seven years of conflict, this region of northern Uganda has been physically devastated leaving almost no resources with which to resume life. No livestock or crops remain. Houses were largely destroyed.“

– Gabriel Olara

Gabriel stofnaði Child health community Centre árið 2017

Gabriel stofnaði NGO, Child health community Centre (CHCC), árið 2017. Það hefur einkennt líf hans að hjálpa hans fólki byggja sig upp. CHCC var með skóla fyrir bæði börn og fullorðna en bauð einnig uppá margvíslega þjónustu s.s. lyfja aðstoð o.fl. Nemendur  skólans voru 120 á árunum 2017-2019 (vegna fjárskorts var skólinn lagður niður árið 2019)

Markmið CHCC er að gefa fólki von og bjartari framtíð!

Child Health Community Center

 • Child health community centre (CHCC)
 • Kt. 590721-1070.
 • Suðurvangur 4
 • 220 Hafnarfjörður
 • Styrktarreikningur: 0133 – 15 – 1008
 • Netfang: chcciceland@gmail.com