Styrkir & Gjafir

Að styrkja barn og CHCC starf gefur meira en gleði, hún gefur von í líf barns

Von um að vera elskaður, að skipta máli og vera ekki svangur á hverjum degi og sofna vannærður, sár og reiður. CHCC er því mikilvægt sjálfboða starf um leið er það miklu meira gefandi en orð fá lýst.
Allt okkar starf byggist á sjálfboðastarfi, styrkir frá styrktarf0reldrum, fara óskertir til barna okkar. Aðrir styrkir fara til söfnunar markmiða sem við stöndum fyrir hverju sinni. Okkur hefur tekist það markmið að safna fyrir neyðarbíl, sem við notum nú í úthlutunum okkar.
Næsta markmið er að safna fyrir landi til byggaingar skóla heilsugæslu o.fl.
Þessu markmiði ætlum við að ná með aðstoð styrktaraðila og fyrirtækja, frjáls framlög eru einnig alltaf velkomin.

Með von um þinn stuðning!

 • Child health community centre (CHCC)
 • Kt. 590721-1070.
 • Suðurvangur 4
 • 220 Hafnarfjörður
 • Styrktarreikningur: 0133 – 15 – 1008
 • Netfang: chcciceland@gmail.com

Styrkja CHCC

Styrktu félagið með fyrirfram ákveðnum upphæðum eða veldu þá upphæð sem þú vilt hér í neðsta glugganum. Takk fyrir stuðninginn!

Það kostar aðeins Kr. 4000 Pr. mán. að gerast stuðningsforeldri barns!

Viltu senda gjafir til barns sem þú styrkir?

Notaðu eftirfarandi upplýsingar til að senda gjafir til þinna barna:

 • Gabriel Olara (CHCC númer og nafn barns)
 • Box 61
 • Phone: +256 777002786
 • Village: Gangdyang Kitgum
 • Land: Uganda

Hægt er að senda gjafir eins oft og styrktarforeldri vill

Við mælum með að senda í renndum poka en ekki í pappakassa.(fást í IKEA). Og að senda sem hæfir aldri barns. Gjöfin berst til barns í næstu úthlutun.
Gott er að taka ljósmynd af pakkanum á pósthúsinu og senda inn í CHCC facebook spjallið svo við sjáum að pakki hefur verið sendur. Yfirleitt hefur það verið að taka 2-3 vikur að berast en bendum alltaf á að fá allar upplýsingar hjá póstinum sjálfum.

Við ráðleggjum að senda mörg kíló

Við ráðleggjum að senda mörg kíló í einu og jafnvel senda með fleiri styrktar foreldrum ef fólk vill. Startgjaldið hjá Póstinum er 4670kr fyrsta kílóið, svo eru næstu kíló á eftir 1550 kr kílóið.

Verðdæmi hjá póstinum: 1kg 4.670kr. 2kg 6.220kr. 3kg 7.770kr. 5kg 10.870kr. 10kg 18.620kr.

Hægt að reikna í reiknivél póstsins hér: https://posturinn.is/einstaklingar/senda/reiknivel/?fbclid=IwAR3oyqd-rQWF1OhneZg11QGKlk7Wv_QcElkPkDfXCQGz5kH9rYw4V96VhE

Innihald gjafa

Tannbursti/tannkrem, þvottapoki, handklæði, koddi, rúmfatnaður, fatnaður sem hæfir aldri og hentar 30 stiga hita (við mælum með að sendur sé fatnaður eftir aldri barns t.d 5 ára barn fær fatnað frá 5 – 6 ára). Bangsar, dúkkur, bílar, bækur, litabækur og litir. Skriffæri og stílabækur. Fótbolta, fótboltamyndir, og dót sem hentar aldri barna. Kex og ýmislegt til að narta í, það mega vera hnetur, orkubitar og nammi. Það má einnig senda ýmislegt annað sem gæti komið að gagni eins og plastbrúsa, mál, skeið osfrv fyrir heimilið.

Verðmæti

Ekki skrifa verðmæti hærra en 3 þús kr, við getum ekki leyst út pakka sem þarf að greiða toll fyrir.