Hægt er að senda gjafir eins oft og styrktarforeldri vill
Við mælum með að senda í renndum poka en ekki í pappakassa.(fást í IKEA). Og að senda sem hæfir aldri barns. Gjöfin berst til barns í næstu úthlutun.
Gott er að taka ljósmynd af pakkanum á pósthúsinu og senda inn í CHCC facebook spjallið svo við sjáum að pakki hefur verið sendur. Yfirleitt hefur það verið að taka 2-3 vikur að berast en bendum alltaf á að fá allar upplýsingar hjá póstinum sjálfum.
Við ráðleggjum að senda mörg kíló
Við ráðleggjum að senda mörg kíló í einu og jafnvel senda með fleiri styrktar foreldrum ef fólk vill. Startgjaldið hjá Póstinum er 4670kr fyrsta kílóið, svo eru næstu kíló á eftir 1550 kr kílóið.
Verðdæmi hjá póstinum: 1kg 4.670kr. 2kg 6.220kr. 3kg 7.770kr. 5kg 10.870kr. 10kg 18.620kr.
Hægt að reikna í reiknivél póstsins hér: https://posturinn.is/einstaklingar/senda/reiknivel/?fbclid=IwAR3oyqd-rQWF1OhneZg11QGKlk7Wv_QcElkPkDfXCQGz5kH9rYw4V96VhE
Innihald gjafa
Tannbursti/tannkrem, þvottapoki, handklæði, koddi, rúmfatnaður, fatnaður sem hæfir aldri og hentar 30 stiga hita (við mælum með að sendur sé fatnaður eftir aldri barns t.d 5 ára barn fær fatnað frá 5 – 6 ára). Bangsar, dúkkur, bílar, bækur, litabækur og litir. Skriffæri og stílabækur. Fótbolta, fótboltamyndir, og dót sem hentar aldri barna. Kex og ýmislegt til að narta í, það mega vera hnetur, orkubitar og nammi. Það má einnig senda ýmislegt annað sem gæti komið að gagni eins og plastbrúsa, mál, skeið osfrv fyrir heimilið.
Verðmæti
Ekki skrifa verðmæti hærra en 3 þús kr, við getum ekki leyst út pakka sem þarf að greiða toll fyrir.