Tilgangur CHCC

Tilgangur og markmið félagsins er að betrumbæta líf munaðarlausra barna

Tilgangur og markmið félagsins er að betrumbæta líf munaðarlausra barna, barna sem hafa verið yfirgefin, barna sem eiga líkamlega og/eða andlega fatlaða foreldra og barna sem koma frá mjög fátækum heimilum í Norður – Úganda, Kitgum.

 

CHCC í Kitgum var stofnað árið 2017 og hefur starfað þar síðan.

CHCC samtökin á Íslandi útvega börnum á skrá hjá CHCC í Norður – Úganda stuðningsforeldra frá Íslandi, sem styrkja barnið með mánaðarlegu framlagi sem notað er til að útvega barninu hreint drykkjarvatn og matarbirgðir, barnið er heilsufars skoðað (fylgst með malaríu), einnig fær barnið fatnað og sandala.